Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur
  • Forsíða
  • Um Vilborgu
  • Bækur
    • Land næturinnar
    • Undir Yggdrasil
    • Blóðug jörð
    • Vígroði
    • Auður
    • Ástin, drekinn og dauðinn
    • Hrafninn
    • Galdur
    • Eldfórnin
    • Korku saga
  • ENGLISH: Aud the Deepminded
  • English: The Saga of the Seeress
  • Forsíða
  • Um Vilborgu
  • Bækur
    • Land næturinnar
    • Undir Yggdrasil
    • Blóðug jörð
    • Vígroði
    • Auður
    • Ástin, drekinn og dauðinn
    • Hrafninn
    • Galdur
    • Eldfórnin
    • Korku saga
  • ENGLISH: Aud the Deepminded
  • English: The Saga of the Seeress

Bækur

Picture


​Undir Yggdrasil

​Undir Yggdrasil (2020) er fyrra bindið af tveimur um Þorgerði Þorsteinsdóttur og gerist um aldamótin 900. Sagan hefst á Íslandi en fylgir Þorgerði þaðan til Noregs, Jamtalands og síðan til Kúrlands við Eystrasalt. 
​
Þorgerður ól tvíbura þegar hún var sjálf vart af barnsaldri en mátti bíða lengi eftir óskabarninu sínu, Þorkötlu Dala-Kollsdóttur. Því harmþrungari eru atburðirnir eftir þingið á Þórsnesi þegar tátlan er aðeins sjö ára gömul – og öllum óskiljanlegir. Þorgerður kýs heldur að leita styrks hjá skapanornunum undir askinum Yggdrasil en Hvítakristi ömmu sinnar, Auðar djúpúðgu, og leitin að sannleikanum leiðir hana í siglingu austur yfir haf og seiðför í sali Heljar. ​​
Nánar
Picture


​Land næturinnar​

​​Land næturinnar (2023) er áhrifarík og spennandi skáldsaga þar sem Vilborg Davíðsdóttir leiðir lesendur í sannkallaða ævintýraför á slóðir víkinga í Austur-Evrópu. Sagan hefst þar sem þræðinum sleppir í bókinni Undir Yggdrasil.
​
Eftir harmleik heima á Íslandi heldur Þorgerður til Noregs þar sem örlögin leiða hana í faðm skinnakaupmannsins Herjólfs Eyvindarsonar frá Jamtalandi. Saman halda þau í kaupferð til Garðaríkis, á fund væringja sem sigla suður Dnépurfljót og yfir Svartahaf með ambáttir og loðfeldi á markað í Miklagarði. Í landi næturinnar bíða þeirra launráð og lífsháski. Á augabragði er Þorgerður orðin ein meðal óvina og kemst að því að stundum kostar það meira hugrekki að lifa en deyja.
Nánar
Picture

Blóðug jörð

​Blóðug jörð  (2017) er síðasta bókin í þríleiknum um Auði djúpúðgu, konuna sem á engan sinn líka í landnámssögu Íslands, og um leið sjálfstæð saga um siglingu Auðar yfir hafið frá Skotlandi til Íslands.
Nánar
Picture

​Ástin, drekinn og dauðinn

Ástin, drekinn og dauðinn (2015) er sannsaga sem  hefur vakið mikla athygli og hlotið lof fyrir að fjalla um ástvinamissi og sorg á áhrifamikinn en um leið jarðbundinn hátt.

Fjöldi fólks um land allt hefur sótt fyrirlestra Vilborgar um gjafir sorgarinnar.
Nánar
Picture

Vígroði

​Vígroði (2012) er önnur bókin í þríleiknum um landnámskonuna Auði djúpúðgu. Sögusviðið er Suðureyjar og Skotland þar sem Ólafur hvíti Dyflinnarkonungur gerir óvænta innrás árið 866.
Nánar

Picture


​Auður

Auður kom út árið 2009. Þetta er fyrsta bókin í þríleiknum um landnámskonuna Auði djúpúðgu Ketilsdóttur.

​Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Picture


​Hrafninn

Auður kom út árið 2009. Þetta er fyrsta bókin í þríleiknum um landnámskonuna Auði djúpúðgu Ketilsdóttur.

​Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Picture


​Galdur

Skáldsagan Galdur kom út árið 2000.

​Sögusviðið er Skagafjörður um miðja 15. öld þegar Englendingar réðu lögum og lofum á Íslandi.​

Picture


​Eldfórnin

Eldfórnin kom út árið 1997. Hún segir frá örlagaríkum atburðum í nunnuklaustrinu í Kirkjubæ á 14. öld.​ Frumleg og áhrifamikil skáldsaga sem byggð er á traustum heimildum og veitir magnaða innsýn í kaþólska tímann á Íslandi.
Picture


​Korku saga

Hér eru verðlaunabækurnar Við Urðarbrunn (1993) og Nornadómur  (1994) sameinaðar í eina bók. Leiftrandi frásagnargáfa Vilborgar Davíðsdóttur nýtur sín vel í þessari viðburðaríku og spennandi örlagasögu frá upphafsárum Íslandsbyggðar.

Picture

Felustaðurinn

Felustaðurinn (2002) er þýðing Vilborgar Davíðsdóttur á skáldsögunni Hiding Place eftir Trezza Azzopardi. Þessi áhrifamikla saga sem gerist í Wales á sjöunda áratugnum var tilnefnd til Booker-verðlaunanna, helstu bókmenntaverðlauna Breta, árið 2000. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála.
Kristín Heiða Kristinsdóttir / Morgunblaðið, 2002.
​
Við lestur þessarar bókar verður ljóst hversu miklu skiptir hvernig sagt er frá og ekki síður hvernig tekst til með þýðinguna en þar hefur Vilborg Davíðsdóttir greinilega ekki kastað til höndunum þar sem lipurleiki og fjölbreyttur orðaforði ráða ríkjum.

​2024  ​© Vilborg Davíðsdóttir