Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur
  • Forsíða
  • Um Vilborgu
  • Bækur
    • Land næturinnar
    • Undir Yggdrasil
    • Blóðug jörð
    • Vígroði
    • Auður
    • Ástin, drekinn og dauðinn
    • Hrafninn
    • Galdur
    • Eldfórnin
    • Korku saga
  • ENGLISH: Aud the Deepminded
  • English: The Saga of the Seeress
  • Forsíða
  • Um Vilborgu
  • Bækur
    • Land næturinnar
    • Undir Yggdrasil
    • Blóðug jörð
    • Vígroði
    • Auður
    • Ástin, drekinn og dauðinn
    • Hrafninn
    • Galdur
    • Eldfórnin
    • Korku saga
  • ENGLISH: Aud the Deepminded
  • English: The Saga of the Seeress

Hrafninn

Picture
Naaja hljóp við fót í gegnum djúpa skaflana og þræddi slóð sína til baka frá litla húsinu stystu leið niður að ströndinni aftur með klyfjaböndin af hundunum í hendinni.  Hjartað barðist í brjósti hennar.  Samt var hún ekki eins hrædd og í fyrstu, nú þegar hún var búin að sjá að hann fann til sársauka eins og venjuleg manneskja og hann hafði étið lifrina með áfergju. 
      Draugar og fjallaandar vildu ekki kjöt, það hafði hún oftsinnis heyrt.  Ekki var hann heldur risi þótt hann væri stærri en nokkur annar karl sem hún hafði áður séð, líklega meira en höfðinu hærri en hún sjálf og var hún þó hávaxin.  En hvað var hann þá?  Augu hans voru brún eins og allra annarra en hárið var ekki svart heldur brúnt, eins og blaut mold að lit, og hvíthrímað alskeggið sýndist henni svipað.  Aldrei á ævinni hafði hún séð svo mikið hár framan í nokkrum manni.  Þegar hún kom auga á hann frammi fyrir birninum hafði hennar fyrsta hugsun verið sú að hann væri erquidlíti; maður með hundshaus.
​Hrafninn er spennandi og áhrifarík skáldsaga sem fjallar um Inúítastúlkuna Naaju.
Naaja elst upp í inúítaþorpi á Grænlandi á 15. öld en er utangarðs hjá fólkinu við jökulinn þar sem flókið kerfi boða og banna á að tryggja að móðir hafsins sendi mönnunum veiðidýr.

Eftir örlagaríka atburði hrekst hún burt, brennimerkt sem norn, en erfiðleikarnir draga fram styrk hennar og sérstöðu sem gerir henni kleift að þola grimmasta mótlæti og lifa af.

​Í víðerni óbyggðanna fléttast saman leið hennar og norrænna manna í Norðursetu, veiðistöð þeirra við brún veraldarinnar.
​
Bókin hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2005.
​​Smelltu hér til að kaupa bókina
​
​​Innbundin - RafbÓK

​Dómar
​gagnrýnenda

Dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Vel skrifuð, þræl­spenn­andi og áhuga­verð bók. Heim­ilda­vinna skil­ar lif­andi lýs­ingu á menn­ingu, lífs­hátt­um og ferðum forn­manna sem hríf­ur les­anda með sér. Vil­borg sæk­ir í ís­lensk­an sagna­brunn og má segja að Land næt­ur­inn­ar sé kór­óna á sér­lega vönduðu höf­und­ar­verki und­an­farna ára­tugi.

Kolbrún Bergþórsdóttir og Ingibjörg Iða Auðunsdóttir / Kiljan RÚV
Þetta er mjög viðburðarík saga, frekar hæg í byrjun en svo fer allt af stað og Þorgerður verður ambátt ... hún fer meðal annars niður til Heljar og undir lokin er hún í lífshættu og maður sér ekki að henni verði bjargað. Þannig að hún verður æsispennandi. ... Það sem verður að nefna er hversu vel Vilborgu tekst að lýsa þessum tíma, tíðaranda, lífi fólks ... maður gat ekki annað borið virðingu fyrir og smitast af ástríðu hennar. ... Þetta er besta bókin hennar, ég fullyrði það. - Kolbrún Bergþórsdóttir 

Ég ber svo mikla virðingu fyrir höfundi sem leggur svona mikið í að rannsaka efnið sitt, koma því skilmerkilega frá sér og skrifa töfrandi söguþráð sem að hrífur mig með sér... Það verður ekki annað sagt en að þetta sé gífurlega vel rannsakað, allar staðarlýsingar, ferðalýsingar, og svikin og dauðdagarnir í þessari bók eru náttúrlega svakaleg... Spennan er mjög áþreifanleg og alltaf þegar maður heldur að þetta sé að fara að verða fyrirsjáanlegt og hlutirnir færist í betri farveg þá kemur eitthvað upp á. Maður sér ekki fyrir endann fyrr en síðustu blaðsíðu er flett. - Ingibjörg Iða
Umfjöllunin í heild í bókmenntaþættinum Kiljunni 21. febrúar 2024 

Lilja Magnúsdóttir / Lestrarklefinn 
Frásögnin er hröð, fléttan er flókin og spennandi frá fyrstu síðu og ekki spillir fyrir þó fyrri bók hafi ekki verið lesin. Vilborg fer lipurlega að því að rifja upp það sem lesandinn þarf að vita til að sagan komi lesandanum ekki í opna skjöldu, án þess að slík upprifjun verði of langdregin eða ítarleg. Persónusköpunin er gríðarlega vönduð, aldrei er taumur dreginn með ákveðnum persónum, allar sitja þær jafnt við borðið hjá Vilborgu, hún dæmir aldrei. Meira að segja Járngerður, með sín illu klækjabrögð, höfundur er algjörlega hlutlaus í hennar garð og lesandinn þarf sjálfur að mynda sér skoðun. Eina nærvera höfundar í persónusköpun er ást hennar og virðing á formæðrum okkar, Vilborg virðist hafa lagt sjálfa sig í hendur þessara kvenna og fengið blessun þeirra fyrir. Fyrir vikið erum við rík að eiga slíkan höfund, sem tengir sig þessum fornu konum og skrifar þær inn í skáldsögur sínar svo þær birtast manni sem ljóslifandi beint af síðum bókanna. Frásögnin flæðir, Vilborg leikur sér að íslenskunni ... Land næturinnar er ástarsaga, hún er dramatísk, hún er spennusaga og á köflum húmorísk."
Dómurinn í heild í Lestrarklefanum

Kristján Jóhann Jónsson / Morgunblaðið 
🌟🌟🌟🌟
Það er ekki heiglum hent að styðjast við Íslendingasögur í skáldskap en halda samt jafnvægi og skrifa texta sem er sjálfstæður og sterkur en bugast ekki af samanburðinum við fyrirmyndina. Þetta getur Vilborg Davíðsdóttir og gerir snilldarvel. ... Land næturinnar er líka afar vel gerð spennusaga. ... Hún byggir í þessu skáldverki sínu á mikilli þekkingu sem heldur því saman og hlýtur að skapa traust hjá lesendum. Hún sýnir jafnframt magnaðan skilning á trú og tilfinningum þess fólks sem hún lýsir, fyrst og fremst kvennanna, og gengur á milli fortíðar og nútíðar eins og völva sem gengur milli heima dauðra og lifandi og bæði veit og skynjar hvað er títt í veröldinni. Þekkingin og tilfinningin eru þannig séð eins og andlit Janusar, annað þeirra horfir fram en hitt aftur. Höfundinn brestur hvorki undirbúningsvinnu né innsæi í skáldsögunni Land næturinnar.
​
Soffía Auður Birgisdóttir / Víðsjá Rás 1 
Allt frá upphafi er frásögnin þrungin spennu og Vilborgu tekst mjög vel að flétta frásögnina þannig að lesandinn er óþreyjufullur að vita hvernig sögunni vindur fram ... Vilborg Davíðsdóttir fléttar frásögn sína af mikilli fagmennsku og kunnáttu. Hún spinnur plott og hliðarplott af mikilli list og tekst oftar en ekki að koma lesandanum á óvart með óvæntum vendingum.
 
... Í bókunum um Auði djúpúðgu og Þorgerði Þorsteinsdóttur setur höfundur í raun fram tilgátur um fjölbreyttari og flóknari landnámssögu Íslands en við finnum í sagnfræðiritum. Þær tilgátur hafa margar fengið stuðning í nýlegum rannsóknum á sviði bókmenntafræði, sagnfræði, fornleifafræði og erfðafræði. Sögulegar skáldsögur Vilborgar Davíðsdóttur eru því fyrirtaksdæmi um listræna úrvinnslu á fornum arfi sem byggir á fjölbreytilegum heimildum og rannsóknum fræðimanna. Lesandinn fær mikið fyrir sinn snúð því bækurnar eru afbragðsvel skrifaðar, með viðburðaríkri og spennandi sögufléttu.
 Hér er pistillinn í heild á vefsíðu RÚV.  

 Eva Halldóra Guðmundsdóttir / Lifðu núna        
Land næturinnar eftir Vilborgu Davíðsdóttur er áhrifamikil og heillandi bók. Vilborg er orðinn sérfræðingur í að endurskapa andrúmsloft víkingaaldar og þjóðveldistímans hér á landi. Að auki er henni einkar lagið að byggja upp spennu og búa til einstakar persónur sem lesandanum þykir vænt um og óskar alls hins besta. Þær eru þó alls ekki gallalausar og mætti kannski segja að þær væru flóknar eins og mannfólk almennt er ... Þessi saga er svo lifandi og skemmtilega sviðsett að einhver kvikmyndagerðarmaður ætti að stökkva á réttinn til að gera bíómynd eftir sögunni. Lesandinn sér ljóslifandi fyrir sér fólk, fundi, hátíðahöld, híbýli og ekki síst skipin á siglingu eftir voldugum ám og niður flúðirnar sem nú eru horfnar. Hér er allt sem þarf, búningarnir, leikmyndin og stórkostleg örlög. Allt listavel fléttað. Vilborg heldur lesandanum föngnum bókina á enda og það er með ákveðnum trega að henni er lokað.
Greinin í heild er hér.
​
​   ​

​2024  ​© Vilborg Davíðsdóttir