Hrafninn
Naaja hljóp við fót í gegnum djúpa skaflana og þræddi slóð sína til baka frá litla húsinu stystu leið niður að ströndinni aftur með klyfjaböndin af hundunum í hendinni. Hjartað barðist í brjósti hennar. Samt var hún ekki eins hrædd og í fyrstu, nú þegar hún var búin að sjá að hann fann til sársauka eins og venjuleg manneskja og hann hafði étið lifrina með áfergju. |
Hrafninn er spennandi og áhrifarík skáldsaga sem fjallar um Inúítastúlkuna Naaju.
Naaja elst upp í inúítaþorpi á Grænlandi á 15. öld en er utangarðs hjá fólkinu við jökulinn þar sem flókið kerfi boða og banna á að tryggja að móðir hafsins sendi mönnunum veiðidýr. Eftir örlagaríka atburði hrekst hún burt, brennimerkt sem norn, en erfiðleikarnir draga fram styrk hennar og sérstöðu sem gerir henni kleift að þola grimmasta mótlæti og lifa af. Í víðerni óbyggðanna fléttast saman leið hennar og norrænna manna í Norðursetu, veiðistöð þeirra við brún veraldarinnar. Bókin hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2005. Dómar
|