Vilborg Davíðsdóttir hefur sérhæft sig í ritun sögulegra skáldsagna og hlotið fyrir lofsamlega dóma. Fyrsta bók hennar, Við Urðarbrunn, kom út árið 1993 og framhald hennar, Nornadómur, árið eftir, en þær gerast um aldamótin 900 og segja frá baráttu norsk-írskrar ambáttar fyrir frelsi úr ánauð. Bækurnar hlutu verðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur og Íslandsdeildar IBBY og voru síðar gefnar út í einni undir titlinum Korku saga.
Í Eldfórninni, Galdri og Hrafninum leitaði Vilborg aftur til 14. og 15. alda. Sú síðasttalda, sem gerist meðal inúíta og norrænna manna á Grænlandi, var árið 2005 tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Árið 2009 sendi Vilborg frá sér skáldsöguna Auði, fyrsta bindið í þríleik um landnámskonuna Auði djúpúðgu, sem einnig hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Önnur bókin, Vígroði, kom út 2012 og haustið 2017 sú síðasta, Blóðug jörð, sem jafnframt er sjálfstæð saga um flótta Auðar yfir hafið frá Skotlandi til Íslands.
Vilborg sendi árið 2015 frá sér sannsöguna Ástin, drekinn og dauðinn og hefur vakið mikla athygli fyrir að svipta þar burt þeirri bannhelgi sem lengi hefur hvílt á umræðu um dauða og sorg. Þar segir hún frá ferðalaginu með drekanum en svo nefndu þau eiginmaður hennar heilakrabbamein sem dró hann til dauða í blóma lífsins og fyrsta ári sínu sem ekkja. Bókin var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna.
Tíunda bók Vilborgar heitir Undir Yggdrasil og kom út 2020. Hún fjallar um Þorgerði Þorsteinsdóttur, sonardóttur Auðar djúpúðgu.
Hér er nánari umfjöllun um hana en bókin var einnig tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Seinna bindið í sögu völvunnar Þorgerðar, Land næturinnar, er nýkomið út (okt. 2023). Þar heldur Þorgerður í Austurveg en það er heitið sem norrænir menn á víkingaöld höfðu á verslunarleiðinni úr Eystrasalti um stórfljót Austur-Evrópu og allt suður til Konstantínópel, höfuðborgar hins kristna heims.
Nánari umfjöllun um Land næturinnar er að finna hér.
Útgefandi er Mál og menning - Forlagið.
Í Eldfórninni, Galdri og Hrafninum leitaði Vilborg aftur til 14. og 15. alda. Sú síðasttalda, sem gerist meðal inúíta og norrænna manna á Grænlandi, var árið 2005 tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Árið 2009 sendi Vilborg frá sér skáldsöguna Auði, fyrsta bindið í þríleik um landnámskonuna Auði djúpúðgu, sem einnig hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Önnur bókin, Vígroði, kom út 2012 og haustið 2017 sú síðasta, Blóðug jörð, sem jafnframt er sjálfstæð saga um flótta Auðar yfir hafið frá Skotlandi til Íslands.
Vilborg sendi árið 2015 frá sér sannsöguna Ástin, drekinn og dauðinn og hefur vakið mikla athygli fyrir að svipta þar burt þeirri bannhelgi sem lengi hefur hvílt á umræðu um dauða og sorg. Þar segir hún frá ferðalaginu með drekanum en svo nefndu þau eiginmaður hennar heilakrabbamein sem dró hann til dauða í blóma lífsins og fyrsta ári sínu sem ekkja. Bókin var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna.
Tíunda bók Vilborgar heitir Undir Yggdrasil og kom út 2020. Hún fjallar um Þorgerði Þorsteinsdóttur, sonardóttur Auðar djúpúðgu.
Hér er nánari umfjöllun um hana en bókin var einnig tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Seinna bindið í sögu völvunnar Þorgerðar, Land næturinnar, er nýkomið út (okt. 2023). Þar heldur Þorgerður í Austurveg en það er heitið sem norrænir menn á víkingaöld höfðu á verslunarleiðinni úr Eystrasalti um stórfljót Austur-Evrópu og allt suður til Konstantínópel, höfuðborgar hins kristna heims.
Nánari umfjöllun um Land næturinnar er að finna hér.
Útgefandi er Mál og menning - Forlagið.