Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur
  • Forsíða
  • Um Vilborgu
  • Bækur
    • Land næturinnarr
    • Undir Yggdrasil
    • Blóðug jörð
    • Vígroði
    • Auður
    • Ástin, drekinn og dauðinn
    • Hrafninn
    • Galdur
    • Eldfórnin
    • Korku saga
  • ENGLISH: Aud the Deepminded
  • English: The Saga of the Seeress
  • Forsíða
  • Um Vilborgu
  • Bækur
    • Land næturinnarr
    • Undir Yggdrasil
    • Blóðug jörð
    • Vígroði
    • Auður
    • Ástin, drekinn og dauðinn
    • Hrafninn
    • Galdur
    • Eldfórnin
    • Korku saga
  • ENGLISH: Aud the Deepminded
  • English: The Saga of the Seeress

Land næturinnar (2023)


Billede
​​Smelltu hér til að kaupa  bókina

​Innbundin - RafbÓK  ​

Umsagnir lesenda 

Vilborg er ekki aðeins bráðflinkur fléttusmiður í skáldsögu heldur óvenjulega skarpeygur fræðimaður og ég veit fá eða engin skáld sem mér þykir hagari í að giska á hverju heimildir þegja yfir. ... Fyrir þann sem varið hefur tugum ára til að reyna að skilja hulda dóma miðaldafræðanna er ómetanlegt að fá í hendur verk sem ekki er aðeins spennandi, hrikalegt og gagnrýnið heldur einnig fullt af mannelsku, jafnvel þegar lýst er inn í myrkurhella sögunnar.
 Heimir Pálsson
​

Ég verð að segja ykkur að þessi bók er frábær. Lesið hana, segi ég og skrifa! Hérna fléttar Vilborg listilega viðburðaríka sögu Þorgerðar og svo lifandi og léttur var frásagnahátturinn að ég var lengst af með lífið í lúkunum. Alls óviss um hvort eða hvernig þetta myndi allt bjargast. En þar með er ekki allt sagt því Land næturinnar er ekki bara saga af sterkri konu sem stendur frammi fyrir erfiðum raunum, heldur er hún stútfull af áhugaverðum og eftirminnilegum sögnum og lýsingum á mannlífi og þar geta jafnvel ár snúið við í farvegi sínum.
Matthildur Helgadóttir Jónudóttir
 
Nú hef ég lesið Land næturinnar og er gjörsamlega frá mér numin. Áður en ég hóf lesturinn, las ég bókina Undir Yggdrasil (aftur) og nú er ég bara alveg í vandræðum, finn enga bók sem mig langar til að lesa, það virðist bara ekkert vera nógu spennandi eftir þessa veislu. Vilhelmína Þór
 
Spennandi og vel skrifuð bók. Full af fróðleik, sem yfirgnæfir þó ekki skáldskapinn og þétta fléttuna. ... Sögusviðið á slóðum Rúsa og Pechenega mjög lifandi og sagan af ferðum Þorgerðar Þorsteinsdóttur áhugaverð. Hef ekki lesið betri bók eftir Vilborgu síðan Korkusaga kom út.  Unnur Lárusdóttir

Þakka þér fyrir bókina, hún var frábær eins og allar þínar bækur.  Eygló Kristjánsdóttir
 
Ég átti bágt með að leggja bókina frá mér fyrr en hún var öll, þar sem söguþráðurinn nær að halda manni í spennu allan tímann. Vilborg fer með lesandann í magnaðar seiðferðir fyrri alda auk annarra áhættuferða, sem fær mann til að gleyma stund og stað. Fortíðin lifnar svo sannarlega við í þessari sögu, og er eins og maður standi ljóslifandi við hlið söguhetjunnar Þorgerðar! Helga Magnea Steinsson

 Ég naut þess að lesa bókina hægt og ég las tvisvar um ferð Þorgerðar til undirheima, hvílík lýsing, þetta var ljóslifandi. Illskan og mansalið var svo sterkt að maður gat ekki annað en hugsað um það sama í nútímanum. ... Það kæmi mér ekki á óvart að Land næturinnar yrði meðal tilnefndra bóka hjá Íslensku bókmenntaverðlaununum.
Takk fyrir þessa stórkostlegu bók. Regína Eiríksdóttir. 

Ég reyndi að treina mér bókina sem mest ég mátti en samt lauk henni á undraskömmum tíma. Bókin býr yfir hreinum göldrum þar sem hún lét mig án nokkurrar fyrirhafnar þjóta þúsund ár aftur í tímann og sjá útlit og líf formóður minnar ljóslifandi fyrir mér. Oft fannst mér gott að vita að Þorgerður kæmist aftur til Íslands því þá vissi ég að hún myndi vinna sigur í hverri raun sem hún lenti í en sú vitneskja skemmdi samt aldrei spennuna fyrir mér. Þegar bókinni lauk fylltist ég söknuði og ætla því að lesa hana aftur mjög fljótlega.
Kæra Vilborg, takk fyrir yndislega bók og til hamingju með þessi snilldarskrif. Svanheiður Ingimundardóttir



Þorgerður Þorsteinsdóttir hefur lifað mikinn harm heima á Íslandi og heldur til Noregs þar sem örlögin leiða hana í faðm skinnakaupmannsins Herjólfs Eyvindarsonar. Saman halda þau til Garðaríkis, á fund væringja sem sigla suður Dnépurfljót og yfir Svartahaf með ambáttir og loðfeldi á markað í Miklagarði. Í landi næturinnar bíða þeirra launráð og lífsháski. Á augabragði er Þorgerður orðin ein meðal óvina og kemst að því að stundum kostar það meira hugrekki að lifa en deyja. ​

Land næturinnar er áhrifamikil og spennandi skáldsaga sem hefst þar sem þræðinum sleppti í fyrri bókinni um Þorgerði, Undir Yggdrasil, en fyrir hana var Vilborg Davíðsdóttir tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021. Hér leiðir hún lesendur enn í ævintýraför og opnar nýja sýn á slóðir víkinga í Austur-Evrópu. ​

Billede
Sögusvið Lands næturinnar er Austurvegurinn, verslunarleið norrænna manna á víkingaöld eftir fljótum og vötnum Austur-Evrópu suður til borgarinnar Konstantinópel sem þeir nefndu Miklagarð.


Dómar
​gagnrýnenda

Soffía Auður Birgisdóttir / Víðsjá Rás 1 
Allt frá upphafi er frásögnin þrungin spennu og Vilborgu tekst mjög vel að flétta frásögnina þannig að lesandinn er óþreyjufullur að vita hvernig sögunni vindur fram ... Vilborg Davíðsdóttir fléttar frásögn sína af mikilli fagmennsku og kunnáttu. Hún spinnur plott og hliðarplott af mikilli list og tekst oftar en ekki að koma lesandanum á óvart með óvæntum vendingum.
 
... Í bókunum um Auði djúpúðgu og Þorgerði Þorsteinsdóttur setur höfundur í raun fram tilgátur um fjölbreyttari og flóknari landnámssögu Íslands en við finnum í sagnfræðiritum. Þær tilgátur hafa margar fengið stuðning í nýlegum rannsóknum á sviði bókmenntafræði, sagnfræði, fornleifafræði og erfðafræði. Sögulegar skáldsögur Vilborgar Davíðsdóttur eru því fyrirtaksdæmi um listræna úrvinnslu á fornum arfi sem byggir á fjölbreytilegum heimildum og rannsóknum fræðimanna. Lesandinn fær mikið fyrir sinn snúð því bækurnar eru afbragðsvel skrifaðar, með viðburðaríkri og spennandi sögufléttu.

Hér er pistillinn í heild á vefsíðu RÚV. 

 Eva Halldóra Guðmundsdóttir / Lifðu núna        
Land næturinnar eftir Vilborgu Davíðsdóttur er áhrifamikil og heillandi bók. Vilborg er orðinn sérfræðingur í að endurskapa andrúmsloft víkingaaldar og þjóðveldistímans hér á landi. Að auki er henni einkar lagið að byggja upp spennu og búa til einstakar persónur sem lesandanum þykir vænt um og óskar alls hins besta. Þær eru þó alls ekki gallalausar og mætti kannski segja að þær væru flóknar eins og mannfólk almennt er ... Þessi saga er svo lifandi og skemmtilega sviðsett að einhver kvikmyndagerðarmaður ætti að stökkva á réttinn til að gera bíómynd eftir sögunni. Lesandinn sér ljóslifandi fyrir sér fólk, fundi, hátíðahöld, híbýli og ekki síst skipin á siglingu eftir voldugum ám og niður flúðirnar sem nú eru horfnar. Hér er allt sem þarf, búningarnir, leikmyndin og stórkostleg örlög. Allt listavel fléttað. Vilborg heldur lesandanum föngnum bókina á enda og það er með ákveðnum trega að henni er lokað.
​
​                                                                                ***
Soffía Auður Birgisdóttir / TMM 2019 um þríleikinn um Auði djúpúðgu 
Höfundareinkenni Vilborgar eru sterk og felast ekki hvað síst í því hversu góð tök hún hefur á því að flétta saman grundvallarþræði  frásagnar sinnar – svo sem lýsingar á persónum, umhverfi og náttúru  – og hversu vandaður og fallegur ritstíll hennar er. Þá eykur það verulega gildi bóka Vilborgar hversu vandað er til forvinnu  þeirra, þ.e. heimildavinnu  sem felst í margs konar rannsóknum ... Það sem einkennir  bækurnar  öðru fremur – og markar þeim um leið sérstöðu – er að í þeim ríkir sterkt kvennasjónarmið;  það er heimur kvenna sem birtist lesendum þríleiksins ljóslifandi og sá heimur  er sjaldnast fyrir­ ferðarmikill í íslenskum miðaldaritum. ... Mikið er um magnaðar náttúrulýsingar  í bókunum þremur  þar sem haf, klettar og fuglar eru í aðalhlutverki. Segja má að stíll höfundar rísi einna hæst í myndrænum náttúrulýsingum sem lifna auðveldlega fyrir hugskotssjónum  lesenda. 
​... Enn þurfa íslenskar konur að fást við yfirgengilegt karlasamfélag á ýmsum sviðum. Þannig getur þríleikurinn  um Auði átt í merkingarríku  samtali við samtímann.  Slíkt er reyndar aðall hinna bestu sögulegu skáldsagna.

2023  ​© Vilborg Davíðsdóttir